Thursday, November 24, 2011

Tuesday, November 22, 2011

Facebook leikir!


Ég held að flestir hafa fengið nóg af auglýsingabrellum fyrirtækja á Facebook, þar sem maður like-ar eitthvað og á þá möguleika á að vinna eitthvað! Vinsælast er að vinningurinn sé Iphone eða Ipad -þó svo að fyrirtækið tengist Apple ekki neitt. Ég hef lengi pælt í því hvort það sé virkilega vinningur í boði því maður heyrir svo sjaldan og jafnvel aldrei um fólk sem vinnur svona leiki!
Um þessar mundir er að ganga fjöldapóstur á facebook: 
Sko kæru Fésbókar vinir. Nú hefur stóraukist undanfarið þessir svokölluðu “like”-leikir hér á Fésinu. Sem markaðsfræðingur langar mig að segja ykkur eitt. Þegar þú kæri vinur ert að “læka” eitthvert fyrirtæki eða vöru þá ert þú að auglýsa þessa sömu vöru eða fyrirtæki á Fésbókarveggnum mínum. Það er meiningin með þessu af hálfu þeirra sem lofa “vinningi fyrir heppinn lækara”.
Málið er að þú sem tekur þátt í þessu ert ekki að gera það til að taka þátt í happdrætti sem snertir bara þig. Þú ert að fylla vegginn hjá mér og hjá öllum vinum þínum af óumbeðnum auglýsingum, sem er eitthvað sem ég kæri mig engan veginn um. Ég nota Fésið sem samskiptavef og neita að láta troða upp á mig auglýsingum öðrum en þeim sem auglýsendur borga fyrir og eru til hægri við Fésbókarvegginn – það er yfirdrifið nóg.
Þannig að ef að þú vilt vera vinur minn hafðu þá þetta “like”-kjaftæði í lágmarki annars hendi ég þér af vinalistanum, Ég læt ekki misnota mig í svona kjaftæði. Ég er vinur vina minna hér á Fésinu vegna þess að ég vil vera í samskiptum við þá og heyra í þeim um daginn og veginn, lesa um skoðanir þeirra og líðan – mér kemur ekki rassgat við hvað þeim líkar af vörum og þjónustu einhverra fyrirtækja út í bæ. Fyrir mér er þetta óþolandi misnotkun á samskiptavef og verið að misnota það að fólk hafi tengt sig í allt öðrum tilgangi en að koma auglýsingum á framfæri hvert við annað.
Ég gæti ekki verið meira sammála þessu! 


Hér eru nokkur dæmi af leikjum sem ég fann á facebook veggnum mínum
-Kolfinna


fréttasíður

Íslenskar fréttasíður, hver er besta síðan?

Það eru til nokkrar góðar íslenskar fréttasíður, þær helstu eru mbl.is, vísir, pressan og dv. Þetta eru allt mjög virkar síður og kemur nýtt efni daglega, en hvaða síða ætti maður að velja ef maður nennir ekki að skoða allar.


Mbl.is

Mbl.is var stofnað árið 1998 og er í eigu Árvakurs hf. Guðmundur Sv. Hermansson hefur stýrt síðunni um langt árabil. Síðan hefur lengi verið ein vinsælasta síða landsins. Nýtt efni kemur mjög fljótt inná síðuna. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á síðunni, það er hægt að lesa um íþróttir, fræga fólkið, uppskriftir, fasteignir o.s.f. Efnið á síðunni verður oft mjög yfirþyrmandi því það er svo mikið inná. Ég skoða mest Smartland Mörtu því hún fjallar um menningarlega hluti og slúðrið -mér finnst það skemmtlegast!
Segja má að mbl sé fyrirmynd margra annara íslenskra heimasíðna.

Vísir.is
Vísir er án efa samkeppnisaðili mbl.is, vísir var stofnað sama ár 1998. Síðan er í eigu 365 og má finna efni á síðunni frá ýmsum fjölmiðlum sem dæmi má nefna Bylgjan, Fm957, Stöð2, Fréttablaðinu o.s.f. Í samanburð við mbl.is finnst mér vísir.is líta mun betur út, síðan er skipulagðari og ég fæ ekki þessa yfirþyrmandi tilfingingu! Það sem vísir hefur en ekki mbl er blogg, það er hægt að skoða blogg hjá fullt af fólki.



Dv.is
DV er síðan byggð á blaðinu DV sem áður hét Dagblaðið Vísir. Að mínu mati er DV ein skemmtilegasta síðan því þar koma inn öðruvísi fréttir, minna um stjórnmál og fleira leiðinlegt og meira af furðufréttum!


Pressan
Pressan er líka ein af þeim skemmtilegri síðum, þar má finna allskonar furðufréttir en einnig þær alvarlegri og stjórnmálafréttir! Á pressunni má lesa fjölda af bloggum sem einstaklingar eru með. Ég skoða mest Veröldina sem er menningarvefur pressunnar.





Það sem allar síðurnar eiga sameiginlegt eru auglýsingar, þær eru stútfullar af auglýsingum -og þá sérstaklega hreyfimyndum með hljóðum (sem er óþolandi)!


Ég skoða mest dv.is og vísir.is -þær eru að mínu mati lang best uppsettar og innihalda báðar skemmtilegt efni. 

-Kolfinna

Thursday, November 17, 2011

Áhrif fjölmiðla

Hverjum langar ekki að ferðast um heiminn?
 
Matt Harding ferðaðist til 42 landa á 14 mánuðum
Þetta video af Matt dansandi um allan heim hafði mikil áhrif á mig. Mig hefur lengi dreymt um að fara í heimsreisu til þess að upplifa menningu annara landa og njóta lífsins. Ég held að allir sem horfa á þetta video verða öfundsjúkir!  
Látið draum ykkar rætast!
-Anita

Zombie Boy í auglýsingaherferð


Hrikalegasta tískumódelið Rick Genest er þekktur fyrir mögnuð húðflúr sem þekja yfir 80% af líkama hans. Rick eða betur þekktur sem the Zombie Boy er kanadískt tískumódel sem fyrir ekki löngu tók þátt í auglýsingaherferð fyrir Vichy til að kynna förðunarlínu hans Dermablend. Rick vakti mikla athygli þar sem þrír þaulreyndir förðunarmeistar gjörbreyttu honum í auglýsingunni. Herferðin ber nafnið "Go Beyond the Cover" og hefst á óþekkjanlegum Rick þar sem hann er algerlega húðflúr laus en fer síðan úr skyrtunni og byrjar að fletta Dermablend af sér. Hér má sjá myndband sem er tekið bak við tjöldin og sýnir þetta hversu vel er hægt að fela húðflúr;