Ég held að flestir hafa fengið nóg af auglýsingabrellum fyrirtækja á Facebook, þar sem maður like-ar eitthvað og á þá möguleika á að vinna eitthvað! Vinsælast er að vinningurinn sé Iphone eða Ipad -þó svo að fyrirtækið tengist Apple ekki neitt. Ég hef lengi pælt í því hvort það sé virkilega vinningur í boði því maður heyrir svo sjaldan og jafnvel aldrei um fólk sem vinnur svona leiki!
Um þessar mundir er að ganga fjöldapóstur á facebook: Sko kæru Fésbókar vinir. Nú hefur stóraukist undanfarið þessir svokölluðu “like”-leikir hér á Fésinu. Sem markaðsfræðingur langar mig að segja ykkur eitt. Þegar þú kæri vinur ert að “læka” eitthvert fyrirtæki eða vöru þá ert þú að auglýsa þessa sömu vöru eða fyrirtæki á Fésbókarveggnum mínum. Það er meiningin með þessu af hálfu þeirra sem lofa “vinningi fyrir heppinn lækara”.
Málið er að þú sem tekur þátt í þessu ert ekki að gera það til að taka þátt í happdrætti sem snertir bara þig. Þú ert að fylla vegginn hjá mér og hjá öllum vinum þínum af óumbeðnum auglýsingum, sem er eitthvað sem ég kæri mig engan veginn um. Ég nota Fésið sem samskiptavef og neita að láta troða upp á mig auglýsingum öðrum en þeim sem auglýsendur borga fyrir og eru til hægri við Fésbókarvegginn – það er yfirdrifið nóg.Þannig að ef að þú vilt vera vinur minn hafðu þá þetta “like”-kjaftæði í lágmarki annars hendi ég þér af vinalistanum, Ég læt ekki misnota mig í svona kjaftæði. Ég er vinur vina minna hér á Fésinu vegna þess að ég vil vera í samskiptum við þá og heyra í þeim um daginn og veginn, lesa um skoðanir þeirra og líðan – mér kemur ekki rassgat við hvað þeim líkar af vörum og þjónustu einhverra fyrirtækja út í bæ. Fyrir mér er þetta óþolandi misnotkun á samskiptavef og verið að misnota það að fólk hafi tengt sig í allt öðrum tilgangi en að koma auglýsingum á framfæri hvert við annað.
Ég gæti ekki verið meira sammála þessu!
Hér eru nokkur dæmi af leikjum sem ég fann á facebook veggnum mínum
-Kolfinna